Faldbúningurinn

36 posts

Þjóðbúningasaumur árið 2015

Árið 2015 er búið að vera gott saumaár.  Í upphafi árs var námskeið í þjóðbúningasaumi þar saumaði ég mér 19. aldar upphlutinn fyrir faldbúninginn. Í framhaldi af því námskeiði saumaði ég upphlutinn á Maríönnu og lagaði minn upphlut og einnig barnaupphlutinn fyrir Elínu Helgu.  Ég kláraði að sauma út í […]

Kaflaskil

Nú er heyskapur hafinn og er reyndar bara langt kominn líka, það er gott að komast út og raka saman öðru hvoru en það geri ég á fjósatíma til að það þurfi ekki að hætta að rúlla.  Annars hefur verið ágætur tími til að sinna ýmsum verkum og við Einar […]

Sumarfrí

Nú er sumarfrí hafið fyrir nokkru og alltaf nóg að gera, ég er búin að hafa nóg að gera og alltaf leggst manni eitthvað nýtt til.  Þjóðhátíðardagurinn og Kvenréttindagurinn fóru fram á hátíðlegan máta, 17. júní var eytt á Flúðum og síðan um kvöldið var haldin útskriftarveisla.  Þann 19. júní […]

Gott veður til sauma!

Jæja nú er heilmikið búið að gerast í upphlutnum, eða réttara sagt upphlutunum.  Ég er vel á veg komin með þá báða.  Á  síðustu dögum og vikum hefur gefist tími til saumaskapar þar sem ekki hefur viðrað vel til nokkurs annars en inniveru.  Við Elín Helga erum búnar að vera […]

Saumað og saumað

Síðasta vika fór í veikindi heimasætunnar og var því tilvalið að koma sér upp saumaaðstöðu í sjónvarpsherberginu og þá gat hún hvílt sig, horft á myndir og leikið sér og ég setið og saumað hjá henni.  Þetta kom pilsinu svoldið á skrið þar sem það hefur setið á hakanum síðan […]

Góssið er mitt

Þá er London yfirstaðin og margt og mikið að sjá þar eins og vant er.  Ég þræddi efnisbúðirnar og sá margt fallegt en keypti ekki neitt, yfirleitt er það þannig að maður sér eitthvað og veit bara að það er hið eina rétta og þá er alltaf best að kaupa […]

Dýrgripur

Ég fór á Þjóðminjasafnið í gær og sá þar marga dýrgripi, þar á meðal Faldbúning saumaðan af Guðrúnu í Annríki (Viðey) og Skautbúninginn sem Sigurlaug í Ási saumaði.  Einnig var þar möttull sem hún saumaði og er alger dýrgripur.  Ohh þetta var svo flott! Ég vildi samt að ég hefði […]

Þjóðbúningakynning

Þá er 10. janúar liðinn og tókst bara svona ljómandi vel, ég var nú búin að vera smá kvíðin yfir að það myndi nú kannski enginn mæta á þjóðbúningakynninguna en það var nú eitthvað annað.  Hátt í 30 manns létu sjá sig þrátt fyrir fannfergi í sveitum og blakmót í […]