tungufell

63 posts

Farið að síga á seinni hlutann

Það er farið að síga á seinni hlutann á þessari saumatörn.  Núna er allt komið í hús og þökk sé Ása í Annríki á ég nú nothæft silfur og hlaut ekki mikið fjárhagslegt tjón af viðskiptum mínum við gullsmiðinn ónefnda.  Núna er bara að fara að raða saman og ljúka […]

Gott veður og tónleikar vorsins

Síðustu dagar hafa einkennst af misjafnlega góðu gluggaveðri og hefur stundum verið algerlega ómögulegt annað en að nýta sér veðrið til gönguferða og útiveru.  Vorið er líka alltaf fullt af söng bæði manna og fugla.  Tónleikar hafa verið í röðum og það er alltaf gaman að fara og njóta afrakstrar […]

Gott veður til sauma!

Jæja nú er heilmikið búið að gerast í upphlutnum, eða réttara sagt upphlutunum.  Ég er vel á veg komin með þá báða.  Á  síðustu dögum og vikum hefur gefist tími til saumaskapar þar sem ekki hefur viðrað vel til nokkurs annars en inniveru.  Við Elín Helga erum búnar að vera […]

Svo fallega rauður

Þá er námskeiðið byrjað og ég búin að fá tilsniðinn upphlut í hendurnar, heimavinnan að verða búin á bara eftir að sníða svuntuna og falda kanta.  Hann er svo fallega rauður.  Við náðum að fella pilsið í tímanum og þá er nú mikið búið.  Þetta er svo spannandi og mikið […]

Saumað og saumað

Síðasta vika fór í veikindi heimasætunnar og var því tilvalið að koma sér upp saumaaðstöðu í sjónvarpsherberginu og þá gat hún hvílt sig, horft á myndir og leikið sér og ég setið og saumað hjá henni.  Þetta kom pilsinu svoldið á skrið þar sem það hefur setið á hakanum síðan […]

Góssið er mitt

Þá er London yfirstaðin og margt og mikið að sjá þar eins og vant er.  Ég þræddi efnisbúðirnar og sá margt fallegt en keypti ekki neitt, yfirleitt er það þannig að maður sér eitthvað og veit bara að það er hið eina rétta og þá er alltaf best að kaupa […]

Dýrgripur

Ég fór á Þjóðminjasafnið í gær og sá þar marga dýrgripi, þar á meðal Faldbúning saumaðan af Guðrúnu í Annríki (Viðey) og Skautbúninginn sem Sigurlaug í Ási saumaði.  Einnig var þar möttull sem hún saumaði og er alger dýrgripur.  Ohh þetta var svo flott! Ég vildi samt að ég hefði […]