Uppfærsla á Moodle og O365 samþætting

27 Dec

Hér ætla ég að tíunda það sem ég komst að í sambandi við uppfærslu á Moodle úr 3.3. í 3.6 og samþættinguna við O365.
Til að byrja með er gott að telja upp þá hjálparþræði sem voru mér nytsamlegir, hér eru þeir:

Í sjálfu sér gekk uppfærslan vel og þegar búið var að setja viðbæturnar (plugins) upp aftur þá fór allt að virka, síðar komst ég samt að því að viðbæturnar sem kerfið setti upp voru fyrir 3.3 þar sem útgáfan á Moodle á uppfærslusíðunni var stillt á 3.3. en ekki 3.6 það þarf að breyta því handvirkt í My sites á moodle.org síðunni.
Einnig voru O365 viðbæturnar ekki orðnar 3.6 samhæfðar þegar ég uppfærði.

Eftir uppfærsluna kom í ljós villa á Dashboard og einnig í skilaverkefnum (Assignments) en stilla þurfti Debug mode til að fá villuna upp.
Þetta var OneNote submission villa sem lagaðist eftir að ég tók út OneNote submission viðbótina, en þar sem við erum ekki að nota það sem stendur þá bíður það bara betri tíma eða þar til viðbæturnar eru orðnar samhæfðar.

Ef maður les leiðbeinigarnar vel við uppsetningu á O365 þá ætti að vera frekar auðvelt að fá þetta til að virka.
Þar sem ég var búin að setja upp OpenID tengingu í Moodle 3.3 þá hélt ég áfram að nota þá tengingu, en Moodle 3.6 er með innbyggða tengingu við O365 í gegnum OAuth 2 authentication (sjá mynd). Mér skilst eftir að lesa mér til, að þessi tenging sé takmarkaðri en í gegnum OpenID tenginguna sem ég er að nota

Punktar við uppsetninguna á O365 tengingunni 🙂

  • Loggið ykkur inn í Azure í gegnum Admin portalinn ekki nota linkana í leiðbeiningunum.
  • Farið vel yfir réttindin á appinu
  • Ég fékk villu í O365 viðbótinni: Could not check reply url, það er rétt stillt en þessi villa virðist ekki breyta neinu (bíð eftir uppfærslu á viðbótinni samt).
  • Stillið samstillingu notenda í appinu

Ef ykkur vantar aðstoð verið í sambandi, meira síðar 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *