Spurl

1 Nov

Ein af snilldar lausnum sem ég hef rekist á í gegnum tíðina er www.spurl.net Þar er hægt að stofna krækjubanka á netinu þar sem maður safnar saman þeim síðum sem maður dettur niður á í grúski sínu á netinu.

Í Flúðaskóla höfum við þann háttinn á að ég stofnaði Spurl fyrir skólann og bjó til flokka fyrir hverja námsgrein fyrir sig.  Síðan kom ég kennurum uppá að bæta sjálfum inní Spurlið og smá saman hefur safnast heilmikill krækjubanki sem nemendur og kennarar nýta sér.  Ef kennara treysta sér ekki til að setja inn í Spurlið þá senda þeir mér einfaldlega slóðina og ég set hana inn.

Krækjusafnið er síðan aðgengilegt á netinu fyrir kennara og nemendur að nýta sér hvenær sem er og hvar sem er.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *