Scratch

3 Mar

Ég er búin að gera tilraun með forritið Scratch í vali hjá mér með nemendum í 8. til 10. bekk.  Þau voru mjög fljót að tileinka sér hugsunina í sambandi við forritun enda er forritið einfalt í notkun og myndrænt.  Það leið ekki langur tími þar til persónur tölvuleikjanna voru farnar að hreyfast og skorið að telja.  Útkoman var misjöfn eins og nemendurnir voru margir en í öllum tilfellum mun betri en ég þorði að vona í upphafi valsins.  Forritið Scratch hefur sem sagt staðist prófið og er núna komið í hóp þeirra forrita og lausna sem boðið verður uppá í vali í Flúðaskóla hér eftir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *