Samþætting námsgreina

18 Apr

Það er búið að standa lengi í Aðalnámsskrá grunnskóla að upplýsingatækni eigi að kenna í gegnum aðrar námsgreinar.  Þegar maður hugsar um það og fer að reyna það á eigin skinni þá er þetta náttúrulega alveg augljóst.  Við hér í Flúðaskóla erum búin að þróa með okkur nokkra samvinnu á sviði upplýsingatækni, raungreina og íslensku þar sem þessar þrjár greinar fléttast saman í eitt stórt verkefni.  Núna um þessar mundir eru nemendur í 9. bekk að vinna stóra ritgerð í raungreinum sem einnig gildir sem einkun í íslensku og upplýsingatækni.  Nemendurnir fá tímana í upplýsingatækni til að vinna ritgerðina og þar með hjálp við uppsetningu hennar og vinnslu.  Einnig er tekið fyrir í íslensku heimildaskráning og annað því tengt.  Þessi samfinna fer svo öll fram í Moodle þar sem nemendur hafa aðgang að gögnum og geta unnið í ritgerðinni heima og í skóla.  Þessi samvinna er mjög góð fyrir okkur öll og nemendurnir eru ánægðir með að geta notað Moodle vefinn til að hafa öll aðföng á.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *