Nýtt ár

16 Jan

Með nýju ári hefst alltaf eitthvað nýtt.  Við förum í megrun eftir jólin, og fyrirheitin er fögur.  Í skólanum er þó samstillt átak í að byrja strax á fullu til að nýta kraftana sem söfnuðust í jólafríinu. 

Ég ákvað eftir að hafa fundið pistil um stórgott myndvinnsluforrit Paint.net, á blogginu hjá Fjalari, að taka það með trompi á nýju ári og hella krökkunum í Flúðaskóla út í að læra á forritið.  Það var einfalt að setja það upp í allt tölvukerfið með aðstoð Softgrid og svo hófst bara kennslan.  Ja eins og ég er reyndar vön að gera þá bara útskýrði ég nokkra þætti í sambandi við myndatöku og myndvinnslu og síðan fengu nemendurnir lausan tauminn til að prófa og uppgötva.  Mér hefur reynst þessi kennsluaðferð vel þar sem nemendur spyrja hvort annað hvernig viðkomandi hefur gert einhverja aðgerð o.s.frv.
Nemendur eru ótrúlega fljót að ná tökum á hinum ýmsu forritum og einu takmörk okkar kennaranna eru að finna nógu krefjandi verkefni fyrir þá að leysa af hendi.

Ég mæli tvímælalaust með forritinu Paint.net sem er Open source forrit, nægilega einfalt fyrir almennan notanda og nægilega vel búið tækjum og tólum fyrir alla myndvinnslu.

One Reply to “Nýtt ár”

 1. Blessuð Ella Jóna!
  Gaman að lesa síðuna þína. Við hjá Landgræðslunni í Gunnarsholti erum að setja upp nýja vefsíðu – auðvitað er það Joomla. Ég frétti af fyrirbærinu á vefnum þínum. takk fyrir það.

  Við erum spennt fyrir „Open source“ hugbúnaði, enda hefur hið opinbera mælt með að gefa slíkum hugbúnaði jöfn tækifæri og öðrum búnaði.

  Spurning mín er: Veist þú um „Open source“ hugbúnað fyrir ljósmyndir, þ.e. með gagnagrunni til að vista myndir?

  Kv.
  Jón Ragnar Björnsson
  Landgræðslu ríkisins

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *