Með haustinu

28 Sep

Það eru oftast sömu haustverkin sem bíða manns þegar sumri fer að halla.  Reyndar var þetta haustið mun annasamara hjá mér þar sem ný vinna tók við í ágúst og mesti annatíminn í skólunum þegar þeir byrja.  Tölvukerfi skólanna á Suðurlandi eru nú öll komin í ágætis form og hlutirnir komnir í fastar skorður.  Núna er nýlokið haustþingi Kennarafélags Suðurlands.  Þar eru meðal annars ýmsir fyrirlestrar og málstofur og tók ég þar þátt í að stjórna einni þeirra á  vegum 3F.  Þeir kennarar sem þar mættu voru áhugasamir um félagið okkar og einnig um það sem við höfum uppá að bjóða t.d. námskeið, ráðstefnur og kynningar.  Nú er það verk framundan að kynna félagið ennþá meir og krækja í sem flesta félaga.  Endilega skoðið heimasíðu 3F hér og kynnið ykkur það sem þar er í boði.

Eftir yfirreið mína um skóla Suðurlands hef ég það á tilfinningunni að upplýsingatækni sé komin ágætlega á skrið í sunnlenskum skólum.  Á flestum stöðum er vakning og áhugi yfirmanna fyrir hendi og stutt er við bakið á upplýsingatækninni.  En ennþá vantar uppá að kennarar nýti sér þá tækni sem fyrir er og að þetta verði sjálfsagður hluti af kennslunni.  Þó er það nú þannig að ef t.d. netsamband dettur út þá virðist vinna leggjast niður einhverra hluta vegna og sýnir það kannski hversu mikið upplýsingatæknin er notuð þó manni finnist það ekki.

One Reply to “Með haustinu”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *