Hugleiðingar um stöðu ráðunauts

27 Nov

Jæja ég er nú ekki búin að vera sérlega dugleg við að skrifa, kannski meira búin að hugsa og veltast með spurningar í hausnum síðan ráðstefna 3F var haldin 3. nóv. síðastliðinn.

Þar hlýddi ég á fyrirlestur Kolbrúnar Hjaltardóttur um nýja rannsókn sína á inngrip í tölvunotkun í grunnskóla, helsta niðurstaða þessarar rannsóknar var að það vantaði stuðningsnetið fyrir grunnskólakennara í upplýsingatækni.  Ég er uppalin í sveit og er bóndi í hjáverkum með kýr og kindur og allan pakkann.  Stuðningskerfi við bændur hefur lengi verið til staðar með tilheyrandi ráðunautum og möppudýrum alltaf eru uppi gagnrýnisraddir um tilurð þessara ráðunauta en ég held að það séu samt allir sammála um að það er gott að geta leitað til þessara ráðunauta og að því leiti eru þeir ekki óþarfir.

Það sem ég er að fara er að í bændastéttinni er gott stuðningsnet þar sem hægt er að leita til fagaðila ef þörf er á.  Í kennarastéttinni eru vissulega allir fagaðilar á sínu sviði en það gildir svolítið annað um upplýsingatæknina þar eru ekki eins margir klárir á svellinu eins og í almennri kennslu.  Þess vegna skapast óöryggi sem kennarar vilja forðast og af því leiðir að þeir forðast það að kenna upplýsingatækni, eða nota hana sem skildi.

Ég sá fyrir mér þegar Kolbrún var að kynna niðurstöður rannsóknar sinnar að þetta væri starf sem ég gæti hugsað mér að sinna.  En hvert á ég að leita? Hver á að sinna þessari ráðgjafaþjónustu?  Hvar á ég að byrja?? Er þetta í höndum Skólaskrifstofu?? Eða einkaaðila??

Þetta eru spurningarnar sem ég er búin að vera að veltast með í hausnum síðasta mánuðinn.  Getur þú lesandi góður bent mér á hvert ég á að leita, eða er þetta alveg út í hött?

Hér að neðan læt ég fljóta með glærurnar hennar Kolbrúnar frá ráðstefnunni Vörður vísar veginn sem 3F hélt

One Reply to “Hugleiðingar um stöðu ráðunauts”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *