Góð flækja

29 Sep

Ég er núna búin að skrifa nokkrar greinar um opinn hugbúnað í skólastarfi.  Þar er ég þó helst búin að skrifa um Joomla vefumsjónarkerfið og bloggkerfið WordPress.

Eitt opið kerfi hef ég þó ekki skrifað um sérstaklega en er þó afar skemmtilegt og flækist inn í öll hin kerfin, en það er Gallery2 myndakerfið.

Í skólanum eru teknar margar myndir og eftir að digital tæknin kom til sögunnar þá hafa þessar myndir legið í ósýnilegri möppu á netþjóni skólans og engum til gagns né prýði.  Ég var búin að hugsa það í nokkur ár hvernig hægt væri að birta þessar myndir foreldrum og prófa nokkrar aðferðir.  Ég fann lausnina í Gallery2, það fléttast auðveldlega inní Joomla og WordPress sem gerir það að verkum að kennarar nota myndir í bloggfærslur sínar í auknu mæli.

Fyrst stóð ég í því að setja myndirnar sjálf á netið að beiðni kennara, en núna í haust skrifaði ég leiðbeiningar um hvernig á að birta myndirnar á vefinn og ætlast nú til að kennarar geri það sjálfir. 

Mikil ánægja var meðal foreldra að fá loks að sjá myndirnar sem teknar eru af börnum þeirra í skólanum.  Við upphaf þessara myndbirtinga var leitað leyfis foreldra þar sem þeir þurftu að skrifa undir plagg þess efnis.

Myndbirtingar af þessu tægi auka enn á samskipti heimila og skóla og skapar jákvæða ímynd af skólastarfinu.  Börnin hafa líka mjög gaman af því að geta sýnt foreldrum sínum afrakstur dagsins og eru mikill þrýstihópur fyrir kennarana að standa sig í að setja myndirnar út á netið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *