Etwinning verkefni

5 Mar

Þeir sem þekkja mig hafa kannski orðið varir við að ég er frekar fyrir að prófa og framkvæma en að grafa djúpt í kenningar.  Ég hef lengi vitað af Etwinning verkefninu en aldrei látið veraða af því að taka þátt, en ákvað núna um daginn að prófa.  Tveim tímum eftir að ég skráði mig inná vefinn var ég tvinnuð við verkefni sem Ítalskur skóli stofnaði og fjallar um hefðir í hverju landi.  Ég ætla að vinna verkefni með 6. og 7. bekk um hefðir og venjur á Íslandi t.d. þorrann og sumardaginn fyrsta.  Þetta er skemmtilega auðvelt og ég hvet kennara að taka þátt því verkefnin eru fjölbreytt og þurfa ekki að vera löng.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *