Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér.

13 May

Mér tókst það!! Hér á blogginu mínu hef ég verið að velta vöngum yfir starfi ráðunautar í Upplýsingatækni á Suðurlandi.  Nú er svo komið að ég er búin að skipta um vinnu og er á leið í starf þar sem ég get breitt út fagnaðarerindið til fleiri skóla.  Veit ég vel að nú þarf ég að passa mig á að fylgjast með innan skólageirans og sofna ekki á verðinum.  Þróun í upplýsingatækni er rosalega ör og maður þarf að hafa sig allan við að fylgjast með.  Ég vona að ég eigi eftir að eflast í starfi og miðla af reynslu og þeirri þekkingu sem ég hef náð mér í.  Í ágúst hef ég störf hjá TRS eða Tölvu og rafeindaþjónustu Suðurlands á Selfossi og mun aðallega vera tengiliður fyrirtækisins inní skólana á Suðurlandi í sambandi við tæknimál.

4 Replies to “Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér.

  1. Innilega til hamingju Ella Jóna. Þeir eru svo sannarlega heppnir þarna á Suðurlandi að fá þig til starfa og ráðgjafar. Mikið vildi ég að fleiri sveitarfélög hefðu þessa framsýni til að bera og ráða fólk eins og þig til starfa.
    Hlakka til að hitta þig í næstu viku á Aðalfundi 3f. Væri svo mikið til í að við bekkjarsystur færum eitthvað út saman eftir fundinn. Ræði málið við Obbu.
    Kveðja,
    Fjóla Þorv.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *