Comic life í grunnskóla

7 Sep

Ég komst á snoðir um frábært forrit á bloggsíðunni hjá S. Fjalari www.sfjalar.net. Ég ákvað að gera nemendur mína strax að tilraunadýrum eins og ég er vön og nota forritið Comic life í vali hjá 8.-10. bekk.  Af eru 2 tímar og allt lofar þetta góðu. Þetta er forrit sem gerir manni auðvelt að búa til teiknimyndablað.  Ég byrja á að láta krakkana skrifa handrit, teikna storyboard og síðan ætlum við að taka venjulegar ljósmyndir sem eru uppstilltar í samræmi við storyboardið.  Jafnvel fá krakkarnir að selja blaðið í lok valtímabilsins í bekkjasjóð sinn. 

Ég gerði fyrir nokkrum árum námskeið í Moodle í stuttmyndagerð og má segja að vinnuferlið sé mjög svipað í Comic life eins og í stuttmyndagerð þar sem vinna þarf sömu þættina.  Ég nota það námsskeið sem grunn og einfaldar það hlutina mjög að hafa allt efni á einum stað þar sem hægt er að endurnýta það aftur og aftur.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *