Bett 2011

23 Mar

Bett sýningin var haldin að vanda um miðjan janúar í Olympia höllinni í London. Nýherji stóð fyrir ferð á sýninguna í samvinnu við Úrval Útsýn. Sýningin í ár var mjög vegleg og nokkuð var um nýjungar frá fyrri sýningum. Hér að neðan stikla ég á stóru í því sem mér fannst markverðast á sýningunni.

Tól og tæki

Dell Inspiron duo tölva

Dell

Þessi Dell tölva er alger snilld hún sameinar venjulega fartölvu með lyklaborði og öllum tengjum og er jafnframt með snertiskjá þannig að hægt er að nota hana á svipaðan hátt og hinar vinsælu Ipad tölvu. Tölvan er að koma í sölu á Íslandi um þessar mundir

Lenovo

Lenovo

Lenovo var með X201 Tablet tölvuna til sýnis sem er með flip screen þar sem hægt er að snúa skjánum þannig að tölvan breytist í tablet tölvu.

Hp multi seat

HP

Multisheet kerfið frá HP byggir á USB tengingu lítilla tengiboxa við eina tölvu sem þjónar tilgangi servers. Hægt er að tengja allt að 8 útstöðvar við þessa einu borðtölvu en möguleikar á fjarlægð frá tölvu er ekki mikill. Hver útstöð samanstendur af tengiboxi frá HP, skjá, lyklaborði og mús. Einnig er hægt að tengja ljóð við boxið.

Þessi lausn gæti hentað í litlu rými, t.d. tölvuveri. En hefur þó takmarkandi þætti eins og þennan fjarlægðarþátt.

NComputing

www.ncomputing.com

NCopmuting var með svipaða lausn og HP multiseat lausnin nema hvað hún byggðist á að nota netkerfið til að tengja saman tölvurnar. Þessi lausn hafði ekki takmarkandi þætti eins og fjarlægð en þurti í staðinn öflugt Gigabyte netkerfi til að keyra útstöðvarnar. Þessi lausn var einnig nokkuð dýrari í innkaupum en Hp lausnin.

Gagnvirkt auga

Onfinity

Gagnvirkar töflur hafa rutt sér til rúms á síðustu sýningum. Nú var komin ný tækni sem er mun hagkvæmari en stóru gagnvirku töflurnar. Það er gagnvirkt auga sem breytir hvaða vegg eða töflu í gagnvirka töflu. Onfinity var eitt þeirra fyrirtækja en einnig voru fleiri fyrirtæki með slíkar lausnir.

Við hjá TRS prófuðum gagnvirka augað frá Onfinity og okkur leist vel á þetta tæki. Það er einfalt í notkun en gerir það sem til er ætlast.

 

Fartölvuvagnar

 

Hugbúnaður

Hue animation

www.hueanimation.com

Hue animation var með til sölu frábæra vefmyndavél sem nýtist í gerð stop motion stuttmynda. Vélin er þannig upp sett að hún er á barka sem hægt er að stilla og hagræða eftir hvernig maður vill nota hana. Einnig voru þeir með hugbúnaðarlausn og myndavél í pakka, þar sem Zu3D hugbúnaðurinn var notaður. Sá hugbúnaður er mjög notendavænn og hentar einkar vel fyrir yngri kynslóðina til að nota.

TTS

TTS

Er með alskonar hluti fyrir kennslu t.d. hljóðnema sem eru USB tengdir og hægt er að taka upp með og spila af. Einnig er einfalt að taka hljóðið af hljónemanum með því að tengja hann í USB tengi og flytja inní tölvuna. Einnig er þetta fyrirtæki með Bee-Bot sem er bjalla sem yngsta kynslóðin elskar. Bee-Bot byggir upp grunninn að forritun hjá nemendum.

TAG

TAG

Er með bæði hugbúnað og tæki til kennslu. Af hugbúnaði má nefna Comic Life sem er frábært forrit til að búa til teiknimyndasögur.

Papercut

www.itsltduk.co.uk

Papercut er hugbúnaður sem heldur utan um prentun í skólum eða fyrirtækjum. Nú er komin ný útgáfa sem heldur einnig utanum ljósritun.

Open source fyrirlestur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *