Að fylgjast með

15 Jul

Ég er búin að einsetja mér það að kanna ýmsa hluti í sambandi við netsamfélög og annað núna í sumar.  Þetta er heill frumskógur og það er mikil vinna að finna hinu ýmsu hluti sem maður getur notfært sér til að hafa uppi á vinum og vandamönnum og vera í sambandi við þá.

T.d. er það IGoogle sem er náttúrulega bara snilld en þar getur maður sett saman sína eigin upphafssíðu og haft þar t.d. Gmail aðganginn sinn, Twitter (einskonar örblogg) og skoðað fréttirnar allt á sömu síðunni.

Jú og síðan er það Twitter sem er örblogg til að láta vini sína vita hvað maður er að gera á þessari stundu eða hvað manni er efst í huga.  Facebook er heilt samfélag útaf fyrir sig sem ég er ennþá að reyna að kanna og er þegar búin að finna nokkra löngu horfna vini og endurnýja kynnin.

Svona mætti halda áfram endalaust og þegar maður er að skoða alla þessa möguleika hugsar maður stundum hvort þetta sé allt nauðsynlegt?????

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *