Þvílík guðsnáð að eiga Joomla

16 Sep

Ég veit það ekki, en ég held að skólasamfélagið sé aðeins að vakna til lífsins með að það er til opinn hugbúnaður.  Ég er búin að sökkva mér á kaf í Joomla núna undanfarið ásamt fjölda annarra opinna hugbúnaðar og hef fengið fyrirspurnir og viðbrögð víðs vegar af landinu um vefumsjónarkerfið Joomla. 

Við í Flúðaskóla notum þetta frábæra kerfi til að birta heimasíðu okkar og eftir að ég setti það upp og skrifaði nokkuð nákvæmar leiðbeiningar um hvernig á að birta fréttir og annað inná síðunni þá hef ég losnað við þann part vinnunnar.  Skólastjórnendur eru ánægðir með að geta sett inn fréttir sjálfir og hvað þá ég að vera laus við það. 

Ég þjónusta líka Leikskólann Undraland og spurði mig strax að því af hverju þarf leikskólinn ekki líka svona síðu.  Nú ég komst að því að auðvitað þarf leikskólinn líka svona síðu, og við bættum um betur og settum upp bloggsíður fyrir allar deildir líka í WordPress kerfinu.  Upplýsingastreymi frá skólunum þarf að vera gott og það er ekkert betra en opinn frjáls hugbúnaður sem er uppfærður reglulega til að vinna vinnuna.

Ég hef kynnst öðrum vefsíðuhugbúnaði t.d. frá Outcome þar sem heimasíða Hrunamannahrepps var hýst og einnig Lísu sem Búnaðarbankinn var með hér í gamla daga :-), en eftir að ég fattaði hugsunina á bak við Joomla þá finnst mér ekkert betra.  Ég var reyndar smá tíma að komast á bragðið en eftir smá leiðsögn frá góðum félaga Sigurði Fjalari þá small þetta.  Ég brá á það ráð mjög fljótlega að telja Hrunamannahrepp á að hætta að eyða peningum í að kaupa hugbúnaðaráskrift mánaðarlega og setti vef hreppsins upp í Joomla.  Vissulega er það mikil vinna að flytja vef svona á milli kerfa en mér óaði þó ekki vinnan.  Nú sparast um 35.000 kr. á mánuði í hugbúnaðaráskrift og í staðinn getum við notað peningana í að bæta tölvukerfið hjá okkur.  Hvað er betra??

Ég ætla að halda áfram að skrifa pistla um opinn hugbúnað hér á síðu minni og ég vona að einhverjir rati hingað inn og lesi þá.  Ég er ekki nema bara rétt að byrja á þeim forritum sem ég nota annaðhvort í kennslu eða sem vinnutæki fyrir kennara.
En endilega kvittið fyrir innlitið með smá innleggi

2 Replies to “Þvílík guðsnáð að eiga Joomla

  1. Pingback: sfjalar -

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *